Slide background
Tölvukerfi ehf., rekur öflugt verkstæði sem
staðstett er á Höfðabakka 1, við hliðina á Dominos.
Gerum við allar gerðir tölva, brotnar sem bilaðar.
Slide background

Skiptum um skjái í fartölvum, pöntum umgjarðir
Rykhreinsum tölvuna þína og setjum kælikrem á örgjörfann
Skelltu tölvunni þinni í smá dekur, hjá Tölvukerfi ehf..

Slide background

Vantar þig forritara ?
Vantar þig tölvubúnað á góðu verði ?
Vantar þig tölvumann ?
Siminn hjá okkur er 534 4200

Þjónustuflokkar

324x345Fjölbreytt þjónusta

Láttu okkur sjá um að reka tölvukerfi fyrirtækis þins. Það marg borgar sig.

Við hjá Tölvukerfi ehf., sjáum um að reka netjónana þína með því að koma í heimsókn á fyrirfram ákveðnum tíma, t.d. einusinni í viku, tvo tíma í senn. Í föstu heimsóknunum, förum við einnig til starfsmanna og hjálpum þeim með tölvuvandamál sem þeir gætu verið að glíma við. Við verslum tölvubúnað, komum með hann og setjum upp. Hrikalega flott heildarþjónusta fyrir þig.

 • Fastar heimsóknir, hvort sem er einusinni í mánuði, eða oft í viku. Hvað hentar þér?.
 • Við hýsum vefinn þinn, búum hann til, viðhöldum honum og hýsum póstinn þinn.
 • Afritun út úr húsi á mjög góðu verði.
 • Heildar þjónusta fyrir stór og smá fyrirtæki.

Öryggisafritun gagna í gegn um Internetið

Afritunarþjónusta Tölvukerfa ehf., býður uppá fullkomna afritunarþjónustu.

Það á að vera jafn sjálfsagt að afrita gögnin í fyrirtækinu, eins og að tryggja bílinn.Því miður eru gögn oft að tapast, þar sem fyrirtæki halda þau hafi verið að spara peninga með því að spara í afritunartöku.  En þegar fyrirtækin verða fyrir gagnatapi, enda þau uppi með að greiða margfalt það fé í vinnu tæknimanna við að finna töpuð gögn og sum gögn endurheimtast aldrei.

Ástæða gagnataps gera við ýmsar.

Til að nefna:

 • Þjófnaður á tölvu
 • Rafmagnstruflanir geta skemmt m.a. diska
 • Bilun í hörðum diski
 • Diskar ekki speglaðir
 • Ekkert afrit tekið

Hver er ekki að leita að:

 • Aukni rekstar öryggi
 • Geyma dulkóðuð afrit af gögnum út úr fyrirtækinu ef eitthvað kemur uppá
 • Auðvelt að færa gögnin aftur á netþjóninn
 • Sparnaði í kaupum á afritunarbúnaði og endurnýjun á honum
 • Auðvelt að bæta við möppum eða skrá í afritun
 • Fá daglega póst sem staðfestir afritunartökuna

Helstu gögn sem fyrirtæki afrita eru:

 • Bókhaldsgögn
 • Tölvupóstur
 • Skjöl og möppur á netþjónum eða útstöð

Öll gögn eru dulkóðuð áður en þau eru send út úr fyrirtækinu.

Forritið sem þú notar til að velja möppur eða skrár sem þú vilt afrita er einfalt og þægilegt í notkun.  Ef mappa eða skjal týnist, getur þú á einfaldan hátt sótt skjölin eða skjalið aftur í tölvuna þína.

Hafðu samband við sala@tolvukerfi.is eða hringdu í okkur og fáðu ráðgjöf sem hentar þér

Við pössum okkur á að eiga aldrei tölvur á lager.  Þar sem við eigum ekki lager af neinu, getum við ráðlagt þér betur við tölvukaupin.

Hvernig fara kaupin fram ?

Jú, þú hringir til okkar og biður okkur um að finna tölvu fyrir þig t.d. fyrir 150.000.  Við förum af stað, tölum við þá innflytjendur á tölvum sem við teljum henta og sendum til þín gott tilboð.  Eins er möguleiki á að við kaupum gömlu tölvuna þína uppí þá nýju.  Það bara getur ekki verið betra eða hvað ?

Þegar við erum búnir að setja upp tölvuna þína, hringjum við í þig og þú sækir.

Einnig tökum við á móti flestum tölvum í umboðssölu.

Skoðaðu linkana hér til vinstri og athugaðu hvort við eigum ekki réttu vélina fyrir þig, hvort sem hún er notuð eða ný.

324x345Láttu fagmann kíkja á vélina þína

Vantar þig nýja tölvu ? Komdu með garminn til okkar og við tökum vélina uppí nýja.

Við rekum öflugt tölvuverkstæði að Höfðabakka 1, 110 Reykjavík, nánast við hliðina á Dominos. Hvort sem vélin þín er brotin eða biluð, þá kíkjum við strákarnir á verkefnið, metum það og hringjum í þig með kostnaðar áætlun. Ef ekki borgar sig að gera við tölvuna, tökum við hana samt uppí nýja tölvu sem við finnum fyrir þig og seljum.

 • Öflugt tölvuverkstæði með stuttan biðtíma.
 • Oft kostar minna en fólk heldur að koma tölvunni aftur í gang. Leyfðu okkur að skoða vélina.
 • Ekki skemma tölvuna þína með því að hún sé yfirfulla af ryki. Kíktu með hana í rykhreinsun.
 • Seljum gamlar reyndar tölvur ásamt nýjum sem vilja sanna sig.

Hvaða leið hentar þér best ?

Bjallaðu í okkur ef þú ert ekki viss. Við bjóðum uppá 3 mismundand leiðir af pósthýsingu.

Mikilvægt er að kanna hvaða leið hentar þínu fyrirtæki best í póstmálum.
Hefðbundinn póstur
Þessi gamli góði, svo kallaður pop3 póstur sem allir þekkja. Þessi þjónusta er innifalin í vefhýsingarpakkanum okkar. Hægt að tengja við Outlook sem dæmi. Einnig fylgir vefpóstur með þessari þjónustu.

Google Apps
Allir þekkja orðið Gmail póstumhverfið. Þessi snilldar lausn er fyrir fyrirtækin. Í dag, kostar hvert netfang 50$ á ári. Við erum Google Apps endursöluaðilar svo við leiðbeinum þér frá A-Ö og setjum upp lausnina fyrir þig.

Síma og póstlausnin okkar.
Með þessari brjálæðis snjöllu lausn, ertu með allt við höndina. Póst umhverfið, minnir helst á Exchange póstumhverfið, nema þarna ertu líka með möguleika á að vera með IP síma í sama forritinu. Einnig er skjalageymsla og smáskilaboða kerfi (líkt og gamla góða msn var) Ekki skemmir fyrir SMS smáskilaboða kerfið, sem hægt er að kaupa aukalega við kerfið. Já, þetta er engin smá smíði. Verðið skemmir ekki fyrir, en 1Gb vefsvæði kostar 1.245 krónur. Hægt er að bæta endalaust við að pósthólfum. Næsta GB kostar 1.255 og svo koll af kolli.

 • Hafðu samband við okkur til að sjá hvaða lausn hentar þér best.
 • Bjóðum einnig uppá vefhýsingu og DNS þjónustu.
 • Vantar þig nýja vefsíðu? Þá ertu á réttum stað. Hafðu samband við okkur strax í dag.
 • Gerum þjónustusamninga um uppfærslur á vefsvæði og innsetningu á efni inn á vefinn. Ekki láta vefinn þinn drabbast upp.

tæknitröllHér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju er hagstæðara að vera með þjónustusamning.

Fastir viðveru tímar á mánuði

Það eru mörg fyrirtæki sem kjósa að fá fasta tíma á mánuði.  Gilda þeir hvort sem er fyrir vinnu hjá fyrirtækinu eða í fjartengingu.

Kosturinn er sá að tæknimaður Tölvukerfa ehf, kemur til ykkar á fyrirfram ákveðnum tímum.  Hægt er að vera tilbúinn með verkefnalista fyrir heimsóknina, eða að við förum yfir netþjóninn og þann búnað sem er á staðnum.  Við sjáum um að láta vita ef þarf að uppfæra tölvur, við leitum tilboða og ráðleggjum.

Er þessi samningur líka sniðugur uppá að ekki er bara um netþjónarekstur um að ræða.  Það má líka nota tímann í að aðstoða starfsmenn fyrirtækisins eða aðra vinnu sem tengist tölvum.  Nýtist því tími tæknimannsins vel hjá ykkur.  Það er öllum til hagsældar.

 • Þú færð fastann afslátt af tímaverði
 • Þú færð fastar heimsóknir á mánuði
 • Þú færð eina fría fjartengingu á mánuði
 • Þú færð aðgang að hjálpar vefsíðum
 • Þú færð beinan aðgang að tæknimanni
 • Þú getur sent inn fyrirspurn án þess að fá auka reikning

Fáðu nánari upplýsingar með því að hringja í okkur eða senda tölvupóst

Nafnið þitt

Netfangið þitt

Fyrirsögn

Skilboð / fyrirspurn

 • Umsagnir viðskiptavina

  Fékk strákana í Tölvukerfi ehf til að sjá um útboð fyrir mig.  Þeir náðu verðinu ótrúlega mikið niður, hefði aldrei náð þessum sparnaði.  Ég mun aftur leita til þeirra er varðar kaup á búnaði.

  ,

 • Umsagnir viðskiptavina

  Setti allt í hendurnar á Tölvukerfi ehf.  Strákarnir passa uppá kostnaðinn eins og þeir ættu fyrirtækið mitt.  Treysti þeim fullkomlega

  team-5

  Lorem Ispum,
  Job title here

Láttu okkur sjá um að hanna vefinn þinn. Við notum mest WordPress umsjónarkerfið, þar sem það er einfalt í umsýslu fyrir eigendur vefjarins. Gerum einnig tilboð í uppfærslu á eldri síðum. Við sníðum vefinn að þínum þörfum og hönnum bæði einfalda uppí mjög flókna vefi.
Sendu okkur línu og við finnum lausnina fyrir þig.
Hér eru sýnishorn af því sem við höfum fengist við undanfarið.

sm-banner004

Tölvukerfi ehf., tölvuþjónusta fyrir þig.

Tölvukerfi ehf., var stofnað 25. maí árið 2009.

Markmiðið var strax ljóst.  Að skaffa einstaklingum og fyrirtækjum góða þjónustu á sanngjörnu verði.  Eins teljum við mikilvægt að veita ráðleggingar sem eru óháðar er varðar t.d. kaup á tölvum.  Við kappkostum að vera aldrei með lager, svo ef þú vilt kaupa tölvu af okkur, förum við af stað og finnum bestu vélina fyrir þig, miða við þá upphæð sem þú vilt eyða.  Samvinna er það sem skiptir öllu á milli okkar og viðskiptavina okkar.
Alls starfa fjórir hjá fyrirtækinu í dag og sinnum við jafn fyrirtækjum sem einstaklingum.

Tölvukerfi ehf,
Höfðabakki 1,
110 Reykjavík,
sími 534-4200
kt: 580509-0610

 

Fjarhjálp

Tölvukerfi ehf, býður viðskiptavinunum sínum uppá þjónustu í gegn um fjarhjálp. Þú einfaldlega hringir í Tölvukerfi og færð uppgefið tenginúmer. Setur inn númerið og nafnið þitt, ásamt nafni fyrirtækisins sem þú vinnur hjá. Smellir á tengjast og hleður niður skrá sem gerir tenginguna örugga.

Tengigjald er 5.000 án vsk. + vinnan.

Númer:
Nafnið þitt:

Tölvukerfi notar Beam Your Screen yfirtökuforritið, sem gerir tenginguna örugga milli tölva. Ekki er hægt að tengjast aftur eftir að samband hefur verið rofið, nema með nýju númeri.

Fjarhjálp

Tölvukerfi ehf, býður viðskiptavinunum sínum uppá þjónustu í gegn um fjarhjálp. Þú einfaldlega sækir TeamViewer, hleður skránni niður. Opnar hana að niðurhali loknu, velur Run, hakar í “Run only (one time use)” og smellir á Accept – finish. Þegar forrit opnar hringir þú í okkur og gefur okkur upp “Your id” og “Password”.

Tengigjald er 5.000 án vsk. + vinnan.

Algengar spurningar og svör

Póststillingar fyrir hefðbundinn póst

Incoming mail: mail.tolvukerfi.is
Outgoing mail: mail.tolvukerfi.is
Notandi: Netfang (jon@jonsson.is)
Lykilorð: lykilorð á pósthólf

Haka í requires authentication.

Ports:

Einnig er hægt að skoða póst á vefpostur.tolvukerfi.is

Póststillingar fyrir Google Apps notendur

Incoming mail: imap.gmail.com
Outgoing mail: smtp.gmail.com
Notandi: Netfang (jon@jonsson.is)
Lykilorð: lykilorð á pósthólf

Haka í requires authentication.

Port incoming 993 (SSL)
Port outgoing: 587 (TLS)

Einnig er hægt að skoða póst á vefpostur.tolvukerfi.is

Ef þú ert enn í vanda, sláðu þá á þráðinn í síma . Eins getur þú sent okkur línu á tolvukerfi@tolvukerfi.is ef þér finnst að við ættum að bæta við einhverju í leiðbeiningarnar.