Er lénið þitt rétt skráð í Whois-grunninum?
Allir rétthafar (eigendur) léna ættu að gæta þess að vera sjálfir tengiliðir rétthafa sinna eigin léna. Skrifið nafn lénsins ásamt .is endingunni inn í Whois-leitargluggann (efst til hægri hér á síðunni) og skoðið skráningarskírteini lénsins. Þar koma m.a. fram svonefnd NIC-auðkenni (þ.e. notendanöfn) tengiliða lénsins. Smellið á NIC-auðkennin til að sjá á hvaða nöfn og netföng (email) þar eru skráð og hvert innheimtukerfi ISNIC sendir rétthafa og greiðanda tölvupóst. Athugið að rétthafinn er ábyrgur fyrir því að þessar upplýsingar um hann séu réttar í Whois-grunninum.
Innskráning í gagnagrunn ISNIC:
Með NIC-auðkenninu er auðvelt að skrá sig inn í ISNIC-kerfið. Það er gert undir liðnum Innskráning (efst hér á forsíðunni) og Nic-auðkenni allra léna má skoða í Whois-leitarglugganum efst til hægri hér á forsíðunni. Smellið á Týnt lykilorð undir Innskráningu, ef lykilorðið er týnt og tröllum gefið. Eftir innskráningu er smellt á Mín síða, síðan á lénið (lénið blámað) og loks á Breyta, Flytja, Umskrá - allt eftir því hverju skal breyta.
Tengiliður rétthafa ræður öllu:
Athugið sérstaklega að tengiliður rétthafa hefur full umráð yfir léninu. Hann einn getur ráðstafað (umskráð) léninu til annarra. Isnic-kerfið er einfaldara kerfi en margur heldur. Reynið bara!