Það sem þarf að vera til taks
- Netfangið
- Lykilorð
- Póstþjónn (mail.þitt-lén.is)
1 Opna Settings
Í upphafsvalmynd símans er skjátákn fyrir „Settings“ og þar skaltu velja „Mail, Contacts, Calenders“.
2 Velja tegund netfangs
Veldu „Add Account“. Því næst er að ákveða hvaða tegund af netfangi þú ert að fara að setja upp t.d. Gmail, Yahoo, Exchange eða jafnvel ekkert af þessu. Í þessu dæmi ætlum við að setja upp @virkarekki.is netfang og þar með veljum við „Other“.
3 Stillingar settar inn
Veldu „Add Mail Account“ og fylltu út formið
- Name = Nafnið sem birtist þegar þú sendir póst
- Address = Netfangið sem þú ert að setja upp
- Password = Lykilorðið af póstinum
- Description = Það sem þú vilt skýra uppsetninguna t.d. „Pósturinn minn“
4 Póstþjónar settir inn
Fylltu formið út á eftirfarandi máta
- Incoming mail server = mail.mitt-lén.is
- user = netfangið þitt
- password = lykilorðið af pósthólfinu þínu
- Outgoing mail server = postur.simnet.is ef þú ert hjá Símanum ef þú ert hjá Vodafone þá er það mail.internet.is
- user = Ekkert
- Pass = Ekkert
Smelltu á „Next“ og þá er uppsetningunni lokið.
5 Nálgast póstinn
Til að opna póstinn þinn, skaltu velja „Mail“ skjátáknið sem er í aðalvalmynd símans og síðan það pósthólf sem þú ætlar að skoða.
Að lokum
Ef þú vilt hafa mörg netföng uppsett á símtækinu þá endutekur þú bara ferlið hér að framan.